Loading...

Borðplötur

Sérsmíðum gegnheilar borðplötur í fjölda viðartegunda

Framleiðum eftir pöntunum mjög vandaðar borðplötur í heilstafa límtréi í nánast hvaða breidd og lengd sem er. Getum boðið mismunandi stærðir og lengdir á stöfunum sem við notum við framleiðsluna á borðplötunum.  Algengustu þykktirnar á borðplötunum eru 22, 32 og 40 mm en við getum nánast útbúið hvað þykkt sem er.  

Bjóðum upp á borðplötur í 12 viðartegundum, eik, rauðri eik, beyki, hlyn, hnotu, poplar, hickory, kirsuberi, aski, mahogany, merbau og jatoba.   

Gerum föst verðtilboð en við getum boðið borðplöturnar lakkaðar, olíubornar, litaðar, lútaðar eða hvíttaðar.