Loading...

Accoya® viður

Hátækniviðurinn Accoya®
Accoya

Sögin ehf. og Accsys Technologies hafa gert með sér samkomulag um að Sögin ehf. taki að sér sölu og dreyfingu á hátækniviðnum Accoya® á Íslandi. Báðir aðilar telja að með tilkomu Accoya opnist nýir möguleikar í vali á óviðjafnanlegu efni fyrir íslenskan byggingariðnað.

Accoya viður – er tilvalinn í glugga, hurðir, klæðningar, palla, glerlista, þakkanta, handlista og hvað sem er. Hann hentar einstaklega vel þar sem hámarks kröfur eru gerðar til endingar og stöðugleika.

 

 

Accoya window

Sem glugga og hurðarefni er Accoya® viðurinn einstakur en hann hefur mjög lága varmaleiðni. Hann endist jafn lengi og eða lengur en bestur harðviðartegundir og hreyfir sig minna en dýrustu viðartegundir t.d. tekk. Accoya® má mála með þekjandi, hálfþekjandi og glærum yfirborðsefnum en viðurinn heldur málningu einstaklega vel og þarf því minna viðhald en aðrar viðartegundir.

Efni sem notað er í útihurðir og opnanleg fög þarf að vera mjög endingargott og stöðugt til að tryggja lágmarks hreyfingu og endingu. Með því að velja Accoya® viðinn er hægt að koma í veg fyrir að hurðir og gluggar festist vegna rakabreytinga, hurðir og lausafög eru opnanleg í öllum veðrum.


 

Accoya® viður er hin fullkomna lausn þegar kemur að því að velja efni í utanhúsklæðningu en lítið viðhald, stöðugleiki, líftími efnisins og náttúruleg einangrun gera það að einstökum kosti sem klæðning á sumarhús, einbýlishús og stofnanir.

Þegar velja skal pallaefni þá skiptir fegurð, styrkur og ending efnisins höfuðmáli. Efni sem er endingargott, stöðugt og fallegt er eftirsóknarvert. Það skiptir líka máli að efnið hefur ekki verið meðhöndlað með neinum eiturefnum og er öruggt bæði fólki og dýrum. Accoya® viðurinn uppfyllir öll þessi skilyrði.

Accoya port

 

 

Accoya bridge

Accoya® viðnum hefur verið umbreytt alla leið í gegn með umhverfisvænum aðferðum án þess að veikja upprunalega viðinn eða eiginleika hans. Ásamt einstakri endingu/líftíma og stöðugleika þá er Accoya® viðurinn mjög hentugt efni þegar kemur að hönnun brúa og annarra stærri mannvirkja úr viði.