Loading...

Um Sögina

Sögin er sérhæft fyrirtæki í framleiðslu á hágæða vörum úr gegnheilum harðviði og sérvalinni furu. Félagið flyturVélasalur Sagarinnar beint inn hráefni frá völdum birgjum í Evrópu og Ameríku en félagið er einn stærsti innflytjandi og úrvinnsluaðili á Íslandi á vörum úr harðviði. Sögin framleiðir árlega mikið magn af listum úr ýmsum tegundum og selur til fjölda verslana, verktaka og einstaklinga. Hjá félaginu starfa 7 fastráðnir starfsmenn en starfsmannafjöldi ræðst þó af verkefnastöðu hverju sinni.

Sögin hóf starfsemi sína í Einholti 2 rétt fyrir seinni heimsstyrjöld en var formlega stofnuð 1941 og er því eitt af elstu starfandi trésmíðafyrirtækjum landsins. Starfsemi fyrirtækisins var lengst af í Höfðatúni 2 í Reykjavík eða allt þar til núverandi eigendur keyptu félagið árið 1999 en þá var framleiðslustarfsemin flutt að Stóru Reykjum við Húsavík. 

Félagið er fjölskyldufyrirtæki en að stærstum hluta í eigu Gunnlaugs Stefánssonar framkvæmdastjóra og Trésmiðjunnar Reinar í Reykjahverfi við Húsavík.

KópavogurÖll framleiðsla fyrirtækisins fer nú fram í verksmiðju félagsins á Stóru Reykjum en söludeild og sýningarsalur er í húsnæði félagsins að Smiðjuvegi 16 (rauð gata) í Kópavogi. Í upphafi sinnti félagið allri almennri smíðavinnu t.d. smíði innréttinga, glugga, hurða, stiga, handlista og fl. 

Sögin hefur frá upphafi stofnunar sérhæft sig í vinnslu á ýmsum vörum úr harðviði og hágæða smíðaviði. Um 1975 hóf Sögin framleiðslu á listum af ýmsum stærðum og gerðum og er framleiðsla þeirra nú ásamt sérsmíði úr harðviði meginstarfsemi fyrirtækisins. 

 

Stafsmenn

Framkvæmdastjóri Sagarinnar er Gunnlaugur Stefánsson húsasmíðameistari en hann hefur áratuga reynslu af sögun, þurrkun og úrvinnslu á harðviði sem og hágæða smíðaviði. Gunnlaugur er einn fárra Íslendinga sem hefur lokið námskeiði hjá American Hardwood Lumber Association í Bandaríkjunum um flokkun og mat á harðviði. Tölvupóstfang Gunnlaugs er gulli@sogin.is

Markaðs- og verkefnastjóri Sagarinnar er Stefán Jónsson iðnaðartæknifræðingur og húsasmiður. Stefán hefur alþjóðlega reynslu af verslun með harðvið og vörur úr harðviði. Hann hefur einnig starfað sem framleiðslustjóri sérhæfðs fyrirtækis í harðviðarvinnslu og hefur því yfirgripsmikla sérþekkingu á þurrkun, sögun og vinnslu á harðviði. Stefán hefur mikla þekkingu á gólfefnaframleiðslu eftir að hafa framleitt og selt stærstu gólfefnaframleiðendum Evrópu hráefni. Tölvupóstfang Stefáns er stefan@sogin.is

Sölu- og verslunarstjóri Sagarinnar er Þorsteinn Örn Þorsteinsson en hann hefur starfað hjá félaginu síðan 1995 og hefur því áratuga reynslu og þekkingu á öllu því sem viðkemur smíði á listum og vinnslu á harðviði. Tölvupóstfang Þorsteins er thorsteinn@sogin.is

Fastir starfsmenn í framleiðslu eru Atli Jespersen smiður, Gunnar Jónsson iðnverkamaður og Skarphéðinn Olgeirsson iðnverkamaður. Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir sér um bókhald félagsins. Öll hafa þau langa starfsreynslu hjá félaginu. Tölvupóstfang Aðalbjargar er trerein@emax.is