Loading...

Verkin okkar

Sögin hefur síðastliðin 70 ár tekið að sér fjölda lítilla og stórra verkefna fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.  Í upphafi sinnti félagið allri almennri smíðavinnu t.d. smíði innréttinga, glugga, hurða, stiga, handlista og fl. Árið 1974 hóf félagið framleiðslu á gólflistum og hefur síðan þá framleitt yfir 3 milljónir metra af gegnheilum gólflistum. Frá upphafi hefur Sögin einnig sérhæft sig í smíði á ýmsum vörum úr harðviði og hágæða furu. Sögin smíðar allar helstu gerðir af gólf- og frágangslistum, þröskulda, tröppunef, slaglista, skrautgerefti, yfirfellur, handlista, gegnheilar borðplötur fyrir veitingahús, sólbekki, áfellur á glugga, gegnheil gólf, klæðningar, harðviðar og furu panil og margt fl. 

Starfsmenn Sagarinnar hafa í gegnum tíðina t.d. unnið ýmis sérverkefni;

  • Smíðað glugga, predikunarstóll og eikarhurð í kirkjuskip Hallgrímskirkju
  • Smíðað handlista fyrir sjúkrahúsa og dvalarheimili um allt land. 
  • Sinnt viðgerðum á bogagluggum í Alþingishúsinu
  • Smíðað skrautgerefti og lista fyrir Hótel Borg
  • Smíðað klæðningar á stiga í Hótel Hilton Reykjavík
  • Smíðað lista og klæðningar í sum af elstu timburhúsum landsins.  
  • Smíðað veggjaklæðningu fyrir Háskólann á Akureyri og fl. 
 

Hér fyrir neðan má sjá myndir af fjölda verkefna.  

 

Tærgesen á Reyðarfirði   


Árnahús
 
 Kirkjuhvoll   Hallgrímskirkja

 

 

Tónlistarhúsið Harpan      


Veggjaklæðning
 
 Kaldalón   Norðurljós

 

Myndir; Nic Lehoux og Eyþór Árnason