Klæðning inni

Innanhúsklæðningar og litaður panell

Sérsmíðum og flytjum inn viðarpanel ásamt veggja- og loftaklæðningum úr timbri. Getum boðið viðarklæðningar og panel úr fjölda tegunda í ýmsum stærðum og gerðum. Notum eingöngu vel þurrkað efni fyrir íslenskar aðstæður. Sérsmíðum einnig veggja- og loftaklæðningar úr harðviði eða furu en þær er hægt að fá með burstaðri áferð, bandsagaðri áferð, heflaða, olíuborna eða litaða. Útvegum einnig í stærri verkefni MDF lista sem eru spón- eða plastlagðir. 

 

Viðarpanell – Norrlands Trä

Viðarpanell er umhverfivottað náttúrulegt klæðningarefni á veggi og loft. Efni sem dempar hljóð og jafnar raka innanhús með því að gefa frá sér og draga til sín raka. Viðurinn umvefur með náttúrulegri hlýju og veitir notarlega kósý tilfinningu í herbergjum þar sem hann er notaður. Eigum á lager FSC vottaðan viðarpanell í mismunandi gerðum frá Norrlands Trä í norður Svíþjóð. Panellinn er extra þykkur eða 15 mm og í breiddum frá 93 cm til 143 cm. Panellinn er þurrkaður fyrir íslenskar aðstæður í 8% MC og er til málaður, bæsaður eða ólitaður. Viðarpanellinn er með tappa og nót allan hringinn og nýtist því einstaklega vel. Þær panelgerðir sem við erum með á lager eru eftirfarandi:  

• Slätspont, pússaður, vörunúmer 2580, 15 x 118 cm, hvítmálaður, litur S0502-Y – setja link á tækniblað.

Slätspont, pússaður, vörunúmer 3380, 15 x 143 cm, hvítmálaður, litur S0502-Y

• Slätspont, pússaður, vörunúmer, 3353, 15 x 143 cm, hvítmálaður, litur S052-Y

• Pärlspont, pússaður, vörunúmer 2940, 15 x 120 cm, hvítmálaður, litur S0502-Y

• Slätspont, pússaður, vörunumer 3444, 15 x 143 cm, hvíttaður. 

• Slätspont, burstaður, vörunúmer 3539, 15 x 143 cm, bæsaður steingrár.  

• Slätspont, burstaður, vörunúmer 3419, 15 x 143 cm, ómeðhöndlaður. 

 

Link á bækling – myndir 

 

Vegg og loftakæðningar úr við – Carpenter 

Getum boðið gegnheilar viðarklæðningar á veggi og loft úr fjölda viðartegunda bæði með og án Grad smellukerfisins. Með því að nota Grad smellukerfið er ekki þörf á skrúfum eða nöglum og engin för eftir slíkt sjáanleg á klæðningunni. Grad festingarkerfið má bæði nota innan- og utanhús. Einstaklega auðvelt og fljótlegt er að setja upp klæðninguna á kerfið, bara smella borðunum á festingarnar. 

Með Grad kerfinu má búa til einstaklega flottar viðarklæðningar úr eik, hitameðhöndluðum aski, hitameðhöndlaðri furu, bæði með kvistum og kvistalausri sem og í fjölda annarra viðartegunda. 

Getum boðið uppá fjölda gerða af timburprófílum, mismunandi þykkum og breiðum. Klæðningarnar er hægt að fá litaðar, burstaðar og eldvarðar þannig að þær upfylli