GÓLFLISTAR

Eigum til margar tegundir af gólflistum á lager. Smíðum gólflista úr furu, aski, beyki, eik, rauðri eik, hlyn, kirsuberi, mahogny, merbau og hnotu. Listana er hægt að fá hvítlakkaða, hvíttaða, olíuborna eða litaða allt eftir óskum hvers og eins. Ef þú finnur ekki gólflistann sem þig vantar í stöðluðu tegundunum okkar sem sýndar eru hér á síðunni þá smíðum við hann fyrir þig.

Eigum til á lager spón og plastlagða gólflista á MDF, fastar lengdir 3.03 m. Tegundir í boði eru hvít eik, hvíttuð eik og beyki. Gólflistarnir eru einstaklega auðveldir í uppsetningu, þeir eru flestir 15 x 30 mm og með límrauf í baki til að auðvelda límingu.

Eigum einnig til á lager 2 tegundir af hvítum gólflistum plastlögðum á MDF, föst lengd 3.05 m. Tegundirnar eru hvítur plastlagður 15 x 30 mm og 17 x 42 mm.
Gólflistarnir eru einstaklega auðveldir í uppsetningu, ódýrir og góðir gólflistar með plastparketinu.

Showing 1–12 of 30 results