UTANHÚSKLÆÐNINGAR ÚR TIMBRI

Timburklæðningar hafa verið notaðar sem vind- og veðurvörn á hús um aldir með góðum árangri en timbur er einstaklega umhverfisvænt efni með lítið kolefnisspor. Algengustu klæðningartegundir gegnum árin á Íslandi hafa verið máluð fura, greni og nú síðustu árin hefur lerki einnig verið notað og þá oft ómálað. Aðrar viðartegundir hafa líka verið notaðar með góðum árangri t.d. Accoya, Sedrus, Jatoba, Padouk, Garapa, Itauba, Merbau og hitameðhöndlað efni.
Utanhúsklæðningar falla oftast í áhættuflokk 3.2, efni sem er utanhús, ekki í jörðu, óvarið og oft blautt samkvæmt ÍST EN 350-2:1994. Þær timburtegundir sem mælt er með að nota ómeðhöndlaðar þegar slíka áhætta er til staðar eru viðartegundir í endingarflokki 1-3 samkvæmt ÍST EN 350-2:1994.
Líftími timburs og þá eingöngu kjarnviðs er flokkaður í 5 flokka þar sem flokkur 1 endist mjög lengi og 5 mjög stutt ef viðurinn er notaður úti óvarinn og oft blautur. Öll risja er í endingarflokki 5 og er til staðar í furu, greni og lerkiborðum. Harðviðarborð eru oftast risjulaus.

Leiðbeinandi líftími ómeðhöndlaðra timburklæðninga, á eingöngu við um kjarnvið:

Endingarflokkur 1                 60 ár +
Endingarflokkur 2       40 – 50 ár
Endingarflokkur 3       25 – 40 ár
Endingarflokkur 4        12 – 25 ár
Endingarflokkur 5          6 – 12 ár

Með reglulegu viðhaldi málun eða fúavörn má tvöfalda líftíma klæðninga. Þykkara efni endist líka lengur.

Val á viðartegund, útfærsla og hönnun geta haft mikil áhrif á líftíma og endingu timburklæðninga svo endilega leitið upplýsinga hjá okkur eða komið í heimsókn á Smiðjuveg 16, rauð gata, 200 Kópavogi en þar erum við með mikið úrval sýnishorna og veitum upplýsingar um þá fjölda möguleika sem eru í boði.

Showing all 4 results