Um Sögina

Sögin er sérhæft fyrirtæki í vinnslu og verslun með byggingarvöru úr timbri. Félagið var stofnað 1941 í Reykjavík og er því eitt af elstu starfandi trésmíðafyrirtækum landins. Starfsemi fyrirtækisins var lengst af í Höfðatúni 2 í Reykjavík eða allt þar til Trésmiðjan Rein og tengdir aðilar keyptu félagið árið 1999 en þá var framleiðslustarfssemin fluttu að Stóru Reykjum við Húsavík. Öll innlend framleiðsla fyrirtækisins fer nú fram í verksmiðjuhúsnæði félagsins á Stóru Reykjum en söludeild og sýningarsalur er í húsnæði félagsins á Smiðjuvegi 16 (rauð gata) í Kópavogi. Vörur félagsins er hægt að kaupa beint af félaginu eða hjá innlendum byggingavöruverslunum. Sögin flytur einnig inn hálf og fullunnar vörur úr timbri frá erlendum undirverktökum og birgjum í Þýskalandi, Belgíu, Hollandi, Danmörku og Svíþjóð.

Innflutningur

Sögin er í dag einn stærsti innflytjandi og úrvinnsluaðili landsins á harðviði og liggur að jafnaði með um 100 m3 af harðviði og hágæða furu á lager í ýmsum tegundum og stærðum. Hjá félaginu starfa 6 – 8 starfsmenn en starfsmannafjöldi ræðst þó af verkefnastöðu hverju sinni. Sögin er fyrsti og eini framleiðandi landins á samlímdu viðarparketi en nýjasta afurð félagsins er plankaparket með íslensku lerki frá Skógrækt ríkisins.

Sögin flytur inn og selur hágæðavörur frá framleiðendum í Evrópu og Bandaríkjunum sem þekktir eru fyrir mikil gæði og góða endingu.

Sögin tekur að sér stór og smá sérsmíðaverkefni og útvegar timburvörur af ýmsum gerðum. Sögin leggur mikla áherslu á að eiga mikið magn og margar tegundir af þurrkuðum harðviði á lager til að geta sinnt þörfum viðskiptavina sinna sem best.

Helstu Söluvörur

Helstu söluvörur Sagarinnar eru: 

 
  • Öll almenn sérsmíði úr timbri, þó ekki gluggar og hurðir
  • Gegnheilir gólf- og frágangslistar
  • Spón og plastlagðir listar
  • Þröskuldar
  • Handlistar
  • Tröppunef
  • Innanhúsklæðningar og panell
  • Skrautgerefti
  • Festingar fyrir palla og klæðningar
  • Parket, glugga og trélím
  • Parket lökk og olíur
  • Gegnheilar borðplötur og sólbekkir
  • Efnissala á harðvið og mjúkviði
  • Utanhúsklæðningar úr timbri
  • Eldvarðar timburklæðningar
  • Tréfleygar og merkjahælar
  • Sponstappar
  • Dílastangir
  • Gegnheilt viðarparket
  • Samlímt viðarparket
  • Pallaefni úr timbri
  • Handlistafestingar
  • Accoya – hátækniviður

Starfsfólk

  • Gunnlaugur Stefánsson – Framkvæmdastjóri – gulli@sogin.is
  • Stefán Jónsson – Markaðs- og verkefnastjóri – stefan@sogin.is
  • Þorsteinn Örn Þorsteinsson – Sölu- og verslunarstjóri – thorsteinn@sogin.is
  • Dóra Ármannsdóttir – Bókhald – dora@sogin.is

Framkvæmdastjóri Sagarinnar og stærsti eigandi félagsins er Gunnlaugur Stefánsson húsasmíðameistari en hann hefur áratuga reynslu af sögun, þurrkun og úrvinnslu á harðviði. Gunnlaugur er einn fárra Íslendinga sem hefur lokið námskeiði hjá American Hardwood Lumber Association í Bandaríkjunum um flokkun og mat á harðviði. 

Markaðs – og verkefnastjóri Sagarinnar er Stefán Jónsson iðnaðartæknifræðingur og húsasmiður. Stefán hefur mikla reynslu af framleiðslu á parketi og alþjóðlega reynslu af verslun með timbur og vörur úr harðviði. Hann hefur einnig starfað sem framleiðslustjóri sérhæfðs fyrirtækis í harðviðarvinnslu og hefur því yfirgripsmikla sérþekkingu á þurrkun, sögun og vinnslu á timbri. 

Sölu- og verslunarstjóri Sagarinnar er Þorsteinn Örn Þorsteinsson en hann hefur starfað hjá félaginu síðan 1995 og hefur því áratuga reynslu og þekkingu á öllu því sem viðkemur smíði á listum og vinnslu á timbri. 

Fastir starfsmenn í framleiðslu eru Atli Jespersen smiður og Gunnar Jónsson iðnverkamaður. Dóra Ármannsdóttir sér um bókhald félagsins.